Skýrslutólið er einföld og góð leið til þess að útbúa fjárhagsskýrslu fyrir m.a. æfingagjöld, námskeið o.fl.




Hægt er að sía eftir deildum, flokkun, flokkum, þjónustum og valmöguleikum en það er hægt að sía aðeins eftir t.d. einum flokk en það er einnig er hægt að velja nokkra í einu.

 

Þegar búið er að velja síurnar og smella á Sækja þá koma upplýsingarnar fram í dálkunum sem eru fyrir neðan síurnar. Það er hægt er að færa þá til og sjá nánari lýsingu með því að setja músina yfir bláa hringinn. 


Það sem er hægt að sjá er m.a:


Heildar upphæð

- Alls upphæð reikninga sem eru gefnir út í Sportabler


Útistandandi

- Alls upphæð útistandandi.

- A) óstaðfestar skráningar (stjórnandi stofnaði skráningu og viðskiptavinur hefur ekki valið greiðsluleið).

- B) ógreiddir greiðsluseðlar sem liggja í heimabanka viðskiptavina.

- C) greiðsludreifingar sem verða skuldfærðar í framtíðinni (kort, greiðluseðlar).


Kort

- Alls upphæð greitt með korti (uppgert og óuppgert)


Þóknun

- Alls upphæð kortaþóknunnar og/eða vegna niðurfellingu greiðsluseðla


Afsláttarmiðar

- Alls upphæð afsláttarmiða (t.d. systkinaafsláttur)



Til þess að hlaða niður reikningum þá er smellt á þann hnapp þegar búið er að sækja gögnin. Það er einnig hægt að hlaða niður Excel skjali fyrir einn dálk með því að hægri smella á það sem maður vill hlaða niður og smella á Excel Export.