Langar þig að viðskiptavinir þínir fái sérsniðinn tölvupóst frá þínu félagi þegar þeir kaupa áskrift? Þá er þetta fullkomin lausn fyrir þig. 


Svona getur þú búið til tölvupóst og hengt á þjónustur sem þýðir að þegar viðskiptavinur kaupir þjónustuna þá fær hann tölvupóst frá ykkur.1. Hægt er að virkja tölvupóstinn þegar verið er að stofna eða breyta þjónustu.


Smellt er á Tilkynning með tölvupóst og svo er rétti tölvupósturinn valinn, ef ekki er búið að búa til tölvupóst þá er smellt á Sýsla með tölvupósta2. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan þá er ekki til neinn tölvupóstur og þá er stofnaður nýr póstur. Til þess að gera það þá er smellt á Búa til nýtt +.3. Þá birtist þetta form sem þið fyllið út. Þar er skrifað nafnið á tölvupóstinum, titil og svo innihaldið.


Hér fyrir neðan er dæmi af tölvupóst. Valdnar voru nokkar breytur eins og t.d. recipientName sem er nafnið á kaupandanum og svo var einnig valið playerName sem er nafnið á iðkandanum/nemendanum.


Þegar búið er að fylla formið út þá er smellt á Save.


Ath. ekki er hægt að breyta Viðburður, Frá og Svar frá dálkunum4. Nú er búið að búa til tölvupóstinn og þá er hægt að hengja hann við þjónustuna. Það er hægt með því að velja tölvupóstinn þegar verið er að stofna eða breyta þjónustunni.