Athugið: Ef breyta á um greiðsluleið þá tekur breytingin gildi á næsta reikning en ekki reikning sem er nú þegar gjaldfallinn. Þannig ef greiðsluseðillinn liggur í heimabanka þá þarf að greiða hann og næsta greiðsla verður tekin af greiðslukorti.
Í gegnum Abler appið:
1. Smellt er á Markaðstorg
2. Síðan er smellt á Skráningar
3. Þegar ,,Skráningar'' opnast þá getur þú smellt á áskriftina sem þú ert að leita að. Þegar það er komið þá smellir þú á Breyta korti
4. Til þess að klára ferlið þá þarf að fylla inn upplýsingar um greiðslukortið og svo smellt á Greiða núna
Skipta um greiðsluleið í gegum tölvu
1. Til þess að skipta um greiðsluleið þá er farið inn á Markaðstorgið og smellt á Skráningar
2. Þá er hægt að smella á Sjá meira hjá áskriftinni og þá opnast svona gluggi. Til þess að breyta kortaupplýsingunum eða greiðsluleið þá er smellt á Breyta korti
3. Þá opnast svona gluggi og smellt er á Halda áfram
4. Til þess að klára ferlið þá þarf að fylla inn upplýsingar um greiðslukortið og smellt á Greiða núna
Þá er það komið! Ef þú ert að skipta um greiðsluleið, frá greiðsluseðlum yfir í greiðslukort, þá greiðir þú greiðsluseðilinn sem er kominn og svo verða næstu færslur greiddar með greiðslukortinu.
Tengdar greinar:
Hvernig get ég nálgast kvittun fyrir áskriftina mína?
Hvernig segi ég upp endurnýjanlegri áskrift?
Leitarorð: Greiðslukort, áskrift