Hægt er að endurgreiða öllum sem greiddu með greiðslukorti ef að t.d. mót fellur niður. Þetta eru nokkrir músasmellir og þá er endurgreitt inn á kort viðkomandi. Öllu jöfnu ætti greiðslan að berast inn á kort viðkomandi innan 2 daga. 

 

Það eru svo fleiri leiðir til að endurgreiða (sjá neðst) og ef eitthvað endilega hafa samband við okkur í þjónustuverinu. Gangi ykkur vel!

 

Skrefin: 

1. Farið í stjórnendaeinginguna (Admin aðgangur)

2. Í vinstri valmyndinni - veljið Greiðsluviðburðir (Event Overview ef stillt á ensku
3. Þá fáið þið lista af öllum greiðsluviðburðum - Smellið á nafn viðburðarins þar sem Rauða Pílan er hér fyrir neða
4. Þá farið þið inn í viðburðin og sjáið lista yfir alla sem hafa greitt - veljið efst alla, gangiði úr skugga um að allir séu valdir (stundum þarf að skrolla niður)5. Veljið hætta við reikning
6. Þá birtist gluggi til staðfestingar, veljið Já, hætta við og endurgreiða - Við það virkjast endurgreiðslan, tekur nokkrar sekúndur að fara í gegn á öll kortin. 
7. Þá sjáið þið stöðuna á viðburðinum eftir endurgreiðslu, Alls upphæð 0, Upphæð greidd 0 (í þessu tilviki er búið að endurgreiða allt)
8. Allt komið, greiðsla berst inn á kort viðkomandi innan 2 daga og viðkomandi fær tilkynningu um það í símann. 


9. Að lokum þarf að endurgreiða Rapyd/Korta fjárhæðina sem var endurgreitt.

  1. Taka saman heildarupphæð endurgreiðslu: Fjöldi x Upphæð sem var greitt af foreldra/iðkanda, t.d. 55 iðkendur x 5.000kr. = 275.000kr.

  2. Millifæra þessa upphæð inn á reikning Korta hf. (Rapyd) 701-26-714, 
    Kt: 430602-3650

    1. Setja í skýringu nafn viðtöku-reiknings (vinnuheit reiknings sem þú varst að endurgreiða útaf, yfirleitt Nafn félags - íþrótt - flokkur)

  3. Senda kvittun í tölvupósti á settlements@rapyd.net og pay@sportabler.com

  4. Til frekari upplýsinga: Ekki er hægt að endurgreiða færslugjöldin, enda búið að veita þá þjónustu. En ekki er tekið gjald fyrir endurgreiðslu/bakfærslu.

 

Sjá nánari útskýringar hér varðandi uppgjör við Korta: Uppgjör við Korta


 

Fleiri leiðir til að endurgreiða