Ef viðburður fellur niður, er hægt að endurgreiða öllum sem greiddu með greiðslukorti. Endurgreiðslan fer inn á kort viðkomandi og ætti greiðslan alla jafna að berast innan 2 daga. 

Til að endurgreiða kortagreiðslur fyrir viðburð:

  1. Farðu í vinstri valmyndina í Stjórnenda HQ og veldu Greiðsluviðburðir.
  2. Listi sem sýnir alla greiðsluviðburði birtist. Veldu nafn viðburðarins sem á að endurgreiða.
  3. Greiðslulisti fyrir viðburðinn opnast. Til að velja alla greiðendur, smelltu á valhnappinn efst í töflunni.
  4.  Veldu Breyta uppi í hægra horninu og svo Fella niður reikning.
  5. Staðfestingargluggi opnast. Staðfestu og virkjaðu endurgreiðsluferlið. Það getur tekið nokkrar sekúndur að endurgreiða á öll kortin.
  6. Yfirlitið yfir Greiðsluviðburði sýnir nú uppfærða stöðu fyrir viðburðinn. Alls upphæð 0 og Upphæð greidd 0 (í þessu tilviki er búið að endurgreiða allt). Greiðendur munu fá tilkynningu í símann sinn þegar endurgreiðslan berst, vanalega innan 2 daga.
  7. Að lokum þarf að endurgreiða Rapyd/Korta fjárhæðina sem var endurgreitt:
    • Taka saman heildarupphæð endurgreiðslu: Fjöldi x Upphæð sem var greitt af foreldra/iðkanda, t.d. 55 iðkendur x 5.000kr. = 275.000kr.
    • Millifæra þessa upphæð inn á reikning Korta hf. (Rapyd) 701-26-714,
      Kt: 430602-3650.
    • Setja í skýringu nafn viðtöku-reiknings (vinnuheit reiknings sem þú varst að endurgreiða útaf, yfirleitt Nafn félags - íþrótt - flokkur).
    • Senda kvittun í tölvupósti á settlements@rapyd.net og pay@abler.com
    • Til frekari upplýsinga: Ekki er hægt að endurgreiða færslugjöldin, enda búið að veita þá þjónustu. En ekki er tekið gjald fyrir endurgreiðslu/bakfærslu. 

Fleiri leiðir til að endurgreiða: