Kæri notandi og viðskiptavinur - Velkomin(n) í veröld Abler.
Hér ertu komin inn á þjónustusvæði Abler, hér er að finna ítarlegar leiðbeiningar og stuðningsefni.
Með því að fylgja neðangreindum leiðbeiningum í röð er þægileg og skilvirk leið fyrir þig að byrja að nota Sportabler hugbúnaðinn.
Byrja hér!
Ef þú ert ný(r) á Sportabler: Þá hefur þú fengið tölvupóst á þetta netfang um að búa til nýtt lykilorð, í einhverjum tilfellum gæti tölvupósturinn hafa lent í “spam/junk”. Þú getur alltaf leitað að “Sportabler” í pósthólfinu þínu. Ef þú finnur ekki þennan tölvupóst komdu þá í þjónustuspjallið.
Ef þú ert þegar með Sportabler aðgang á tölvupóstfanginu sem var á skrá hjá okkur (t.d. vegna þess að þú ert foreldri iðkenda hjá öðru félagi þá færðu ekki tölvupóst um að búa til nýtt lykilorð, en þá höfum við bætt við stjórnendaréttindum á aðganginn þinn fyrir félagið þitt.Þú ferð á www.sportabler.com og innskráir þig, nú ertu komin(n) inn í kerfið. Notendanafnið er tölvupóstfangið og þú notar lykilorðið sem þú bjóst til í skrefinu á undan eða átt til eftir því sem við á.
Frekari aðstoð og leiðbeiningar:
Leiðbeiningar: Við höfum tekið saman ítarlegt safn leiðbeininga um allar helstu aðgerðir sem þú og þitt fólk þurfið að framkvæma. Þú ættir að leggja áherslu á stjórnenda aðganginn og nánar tiltekið Abler Shop (sem er staðkvæmdarvara Nóra).
Námskeið: Einnig er hægt að bóka sig á námskeið hér og fá þá kennslu á allar helstu aðgerðirnar. Leiðbeiningarnar eiga að duga en námskeið eru alltaf góð leið til að læra hlutina og okkur þætti einnig vænt um að sjá þig og þitt fólk.
Sölusíðan þín: Sölusíðan verður uppsett www.sportabler.com/shop/þittfelag og leysir nú af hólmi þittfelag.felog.is. Hér getur þú séð stutta útskýringu hvernig nýja Sportabler sölusíðan er uppsett, hvernig hún lítur út gagnvart þeim sem eru að kaupa námskeið eða þjónustu og svo sýnum við nokkur dæmi.
Þjónustuspjall/Þjónustuver: Hægra megin á heimasíðu okkar www.sportabler.com og í gegnum appið (fyrir þá sem eru með það) er að finna gyllta spjall blöðru. Þar svara starfsmenn Sportabler spurningum frá þér og þínu fólki. Þangað getur þú einnig vísað viðskiptavinum þínum ef þeir lenda í vandræðum með greiðslur eða innskráningar.
Stýrikerfið: Sportabler er vefkerfi sem þýðir að það er aðgengilegt í vafra og hentar því fyrir tölvur bæði með IOS (Apple) eða Windows stýrikerfi.
Hvað verður um Nóra: Nóra verður ekki lokað, þú munt áfram hafa aðgang að upplýsingum úr Nóra og geta innskráð þig þar. Hins vegar frá og með 1.ágúst 2021 verður söluvefurinn þittfelag.felag.is ekki virkur og ekki verður hægt að stofna ný námskeið. Greiðslur áætlanir sem eru í gangi haldast áfram lifandi og klárast, en ekki er ætlast til að félög bæti við nýjum áskriftum.
Greiðsluleiðir fyrir þína viðskiptavini: Þú getur byrjað að taka við greiðslum með greiðsluseðlum og frístundastyrkir eru tengdir eftir því sem við á. Við getum ekki tengt greiðslugátt fyrir greiðslukort án þinnar aðkomu. Viljir þú og þitt félag bjóða aðilum að greiða með greiðslukorti þá biðjum við þig að fylgja þessum leiðbeiningum hér.
Samningssambandið færist að hluta frá Greiðslumiðlun yfir á Abler:
Með því að halda áfram og nota aðganginn sem stofnaður var fyrir þig samþykkir þú yfirfærslu samningssambands frá Greiðslumiðlun ehf., kt. 540612-1020, til Abler ehf., kt. 660117-0670, en í því felst eftirfarandi:
Abler Shop leysir Nóra af hólmi. Í því felst að sú þjónusta sem Sportabler býður upp á verður ekki aðgengileg lengur í Nóra (vísað er í málsgreinina "Hvað verður um Nóra" hér að ofan).
Mánaðargjöld fyrir notkun hugbúnaðarins, gjöld samkvæmt gjaldskrá og útgáfa greiðsluseðla ásamt innheimt ógreiddra krafna helst óbreytt.
Reikningar tengdir mánaðarlegri notkun á hugbúnaðinum og öðrum gjöldum eftir því sem við á (t.d. sérsmíði í tímavinnu) eru gefnir út af Abler ehf. en ekki af Greiðslumiðlun ehf. eins og verið hefur.
Útgáfa greiðsluseðla og innheimta ógreiddra krafna helst óbreytt. Þannig eru greiðsluseðlar gefnir út í nafni Greiðslumiðlunar ehf. og innheimta framkvæmd af Motus ehf. og eftir atvikum Lögheimtunni ehf.
Skilmálar Abler ehf. eiga eftirleiðis við um þjónustuna og eru aðilar hvattir til að kynna sér þá ítarlega.
Skuldbinding Greiðslumiðlunar ehf. til að veita þá þjónustu sem í boði er í Sportabler fellur niður.
Með því að halda áfram og nota hugbúnað Abler telst þú hafa samþykkt skilmála Abler ehf. Jafnframt staðfestir þú heimild þína fyrir hönd viðkomandi félags til að staðfesta þá yfirfærslu viðskiptasambands sem í samþykkinu felst.
Hvað af Sportabler er innifalið í því sem ég áður greiddi fyrir með Nóra?
Virkni Sportabler eru víðtækari en virkni Nóra og hefur Sportabler skipt virkni sinni í mismunandi þjónustur; Abler Organiser og Abler Shop. Með Nóra leyfinu erum við að gefa þér aðgang að Abler Shop grunnkerfinu sem er staðkvæmdavara Nóra, með öðrum oeðum Abler Shop hefur sambærileg eiginleika og Nóri. Þú færð því aðgang og leyfi fyrir því að nota Abler Shop, sem er skrifað í nýrri tækni og endurbættu notendaviðmóti - auk þess að það býður þér upp á marga aðra möguleika í framtíðinni - þar meðtalið tenging við Abler Organiser.
Aðrar þjónustu sem við bjóðum upp á eru ekki sjálfkrafa hluti af eða innifaldar í þessari yfirfærslu, t.d. Abler Organiser sem er m.a. app sem foreldrar og iðkendur hafa, og er tengt við Abler Pay. Þetta er mjög öflug viðbót sem hraðar innheimtu, eflir starfsumhverfið og eykur þjónustustig við þitt fólk. Abler Organiser og aðrar þjónustur er eitthvað sem við viljum gjarnan kynna fyrir þér, enda geta þær skapað mikið hagræði fyrir þig eins og má sjá á þessu kynningarmyndbandi sem gerir samsbili Abler Organiser og Abler Shop skil. Ef þú vilt fá kynningu á fleiri lausnum okkar hafðu endilega samband í gegnum þjónustuverið eða með því að senda okkur tölvupóst á [email protected].
Að lokum þá óskum við þess að þessi yfirfærsla verði sem ánægjulegust fyrir þig og vonum að þú verðir jafn ánægð(ur) með afköst okkar hugbúnaðar og fjöldi annarra viðskiptavina.
Kær kveðja,
Starfsfólk Sportabler