Með þessum einföldu skrefum eru félög að ná 95-100% innheimtu æfingagjalda með afar lítilli fyrirhöfn. 

Láttu Ablerinn vinna fyrir þig...


Þetta eru skrefin

1. Fara yfir meðlimalistann í þjónustunni

2. Spyrja þjálfarana hvaða iðkendur séu að æfa og biðja þá um að fjarlægja iðkendur sem eru hættir.

3. Stofna greiðsluáskorun á þá sem eru að æfa og ekki eru með virka áskrift

(Sjá: Forská iðkenda, Draga frá vinstri til hægri í þjónustunni)


ATH. Þegar dregið er frá vinstri til hægri fær forráðamaður iðkandans tölvupóst og tilkynningu í símann um ógreidd æfingagjöld.


4.Halla sér aftur í stólnum og endurhlaða síðuna og sjá hverjir eru búnir að greiða. 

5. Stofna greiðsluseðil í heimabankann á þá sem ekki greiða í skrefi 4.

(Sjá hér stofna greiðsluseðil)

6. Horfa á æfingagjöldin streyma inn

7. Halda áfram að vinna skemmtilegt og þýðingamikið starf í þágu lands og þjóðar (Bravó fyrir þér :-)


Vertu fyrirmyndarfélag og slepptu skrefi 1.2. og 4. (láttu þjálfarann um það)

Fyrir þau félög sem eru með ferlana í toppmálum þá má sleppa skrefi 1. og 2. Til þess þarf þjálfarinn að merkja samviskusamlega við mætingu og henda út þeim sem ekki eru að æfa (skref 4.). Láta þjálfarann viðhalda mætinga/æfingalistanum. Þá getur stjórnandi farið beint í skref 3 stofnað greiðsluáskorun á alla sem ekki eru með virka áskrift.

Svo um að gera að gefa þjálfaranum bónus ef margir eru að æfa.