Fyrir þá sem voru að nota Nóra:
í stuttu máli þá er þetta þannig að útgáfa greiðsluseðla í Sportabler og innheimtuferlið er það sama og það var í Nóra. Greiðslumiðlun er áfram útgefandi greiðsluseðla og þeir fara í Motus í innheimtu. Sömu ferlar og aðferðir og þið þekkið og eruð vön úr Nóra, engin breyting þar.
Hér er síðan yfirlit yfir innheimtuferlið (sjá einnig skýringarmynd að neðan)
- Ef ekkert annað er valið (þið getið ráðið gjalddögum og eindögum þegar þið stofnið greiðsluseðil) þá er þetta almennt þannig að eindagi er 10 dögum eftir gjalddaga, innheimtuviðvörun er send út af greiðslumiðlun í nafni félagsins 10 dögum eftir eindaga (20 dögum eftir gjalddaga). 10 dögum eftir að innheimtuviðvörunin er send út (30 dögum eftir gjalddaga) er málið sent til Motus. Þá fær félagið tilkynningu um að málið sé að fara í Motus og hefur sólarhring til að bregðast við ef krafan á að fá einhverja sérmeðferð, annars rúllar hún af stað í Motus sem sendir bréf daginn eftir, aftur 10 dögum seinna, svo er hringt og síðasta bréfið er svo sent í framhaldinu en þá eru liðnir 70 dagar frá gjalddaga. Nánari útskýring er á meðfylgjandi mynd.
- Það er hægt að stilla hverja deild í upphafi með mismunandi reglur á gjalddaga og eindaga, en almennt stofnast krafan í heimabanka viðkomandi nokkrum mínútum eftir skráningu með gjalddaga nánast strax og svo eindaga 10 dögum síðar.
- Seðilgjald er almennt 390 kr. og er greitt af greiðanda. Dæmi: ef æfingagjöld eru 10.000kr og valið er að greiða með greiðsluseðli þá er krafan sem greiðist í heimabanka viðkomandi 10.390kr. Félagið fær 10.000kr. og 390kr. fara í kostnað við stofnun greiðslukröfu í banka, til RB o.fl.. Niðurfellingargjald er 290 kr. og er almennt bara skuldajafnað af næsta uppgjöri. Kostnaðurinn við niðurfellingu er yfirleitt skuldajafnað við næsta uppgjör þannig að það er alltaf sú deild sem hefði fengið andvirði greiðsluseðilsins til sín sem greiðir niðurfellingargjaldið.
- Ef krafa er búin að fara í gegnum allt ferlið og er ennþá ógreidd, þá er oftast mælt með kröfuvakt en ekki fjárnám. Flest félög eru með einhverjar kröfur í þessum fasa. Kröfuvakt virkar þannig að krafan er eiginlega bara sett í „geymslu“ hjá Motus, þau senda bréf og hringja og minna á hana reglulega. Ef hún svo greiðist að lokum í kröfuvakt þá fær félagið 50% og Motus 50%. En ef hún greiðist aldrei þá kostar það félagið ekkert, Motus situr uppi með kostnaðinn við að senda bréfin og hringja.
- Ef greiðsludreifing er í gangi á greiðslukort og greiðsla 3 af 5 fær ekki heimild þá er stofnaður greiðsluseðill fyrir þeirri skuldfærslu með gjalddaga og eindaga strax, en svo við skuldfærslu 4 af 5 er reynt aftur að skuldfæra kortið (sjá nánar leiðbeiningar um skuldfærsla mistókst hér).
Frekari upplýsingar um stöðu greiðsluseðla, kröfur og aðgangur að viðskiptavef Mótusar
Greiðslumiðlun Þjónustuver í síma 527-4400: Til að fá upplýsingar um greiðsluseðil, stöðu hans osfrv. áður en 10 dagar eru liðnir frá útgáfu innheimtuviðvörunnar (sjá skýringarmynd).
Þjónustver Mótusar í síma 440-7000: Eftir að 10 dagar eru liðnir frá útsendingu innheimtuviðvörunnar. Til að fá upplýsingar um stöðu krafna og fá aðgang að viðskiptavef Mótusar. Við hvetjum alla til að fá aðgang að þjónustuvef Mótus, þar sem hægt er að fylgjast með stöðu krafna og framkvæma helstu aðgerðir (t.d. fella niður kröfur).