Hvað er Abler Shop?

Það er umfangsmikið sölu-, innheimtu- og meðlimakerfi sem hægt er að nota eitt og sér eða sem hluta af öðrum lausnum Abler (t.d. Abler Organiser og Abler Classes). Við þessa samvinnu þá nást frekari samlegðaráhrif þar sem virði kerfisins skilar sér best til félagsins með t.d. skilvirkari innheimtu, betri yfirsýn, aukinni sjálfvirkni og tímasparnaði fyrir starfsfólk o.fl.

 


 

Hvaða virði verður til með kerfinu og þjónustunni – Hvað gerir Abler Shop fyrir þig

 • Auðveldar þér að selja námskeið, þjónustur og vörur. Mögulegt er að stilla upp mismunandi áskriftartímabilum, skráningartímabilum, halda utanum um reglulegar áskriftir (t.d. meðlima- og stuðningamannagjöld).
 • Þjónustar þína viðskiptavini:Skilvirkt söluviðmót sem margri landsmenn þekkja og treysta. Kerfið er tengt þjóðskrá, bíður upp á fjölbreytt val greiðsluleiða, veitir möguleika á greiðsludreifingu, minnir á greiðslur með sjálfvirkum skilaboðum, og margt fleira.
  • Dæmi um greiðsluleiðir: Kortgreiðslur, Greiðsluseðlar, Frístundastyrkir, Millifærslur, Pei lánalausn (væntanlegt), Afslætttir (Fjölskylduafslættir, systkinaafslættir o.fl.)
 • Nær frábærum árangri í innheimtu gjalda:Sjálfvirkni Abler Shop minnir greiðendur á greiðslur og reikninga með sjálvirkum skilaboðum. Kerfið vinnur stöðugt bakvið tjöldin og fylgir eftir skuldfærslum í greiðsludreifingum og áskriftum. 
  • Nýlegt dæmi þar félag nær frábærum árangri og vanskilahlutfall reikninga yfir 12 mánaðar tímabil er aðeins 0,27%.  (Þetta er ekki óalgent tölfræði hjá stórum félögum þar sem gott starfsfólk og tækni vinnur saman)
  • Félagið sem náði 0,27%: Tímabil 12.09.2021 – 12.09.22. Stórt félag með +3000 iðkendur, +400m í veltu gjalda, +15 deildir.
 • Einfaldar yfirsýn og skipulag starfseminnarmeð fjölbreyttum uppsetningarmöguleikum og stillingum
  • Eitt félag getur tengt marga mismunandi bankareikninga svo fjármunir streymi sjálfkrafa á rétta staði (t.d. aðalreikningur, ferðareikingur, stuðningsmannareikningur osfrv.)
  •  Mögulegt er að veita ýmis réttindi, niður á deild og hlutverk. Þetta auðveldar að úthýsa verkefnum og ábyrgð á starfsmenn og sjálfboðaliða, en yfirsýnin tapast ekki miðlægt.  
  • Mögulegt er að taka út ýmsar skýrslur, tölfræði, greiningar, og setja upp skýrslur fyrir bókhald.
 • Tímasparnaður íþróttastjóra og skrifstofu: Auðvelt er að hafa yfirsýn yfir starfsemi félags og meðlimi þess. Beintenging skráningar við flokka, fjöldaendurgreiðslur, og skilvirkar leiðir til að endurnýta þjónustur og flokk (t.d með klónun). Tenging við þjóðskrá með uppflettimöguleikum og tenging skilakerfi UMFÍ og ÍSÍ.
 • Stuðningur og þjálfun á kerfið: Aðgangur að þjónustuveri þar sem þjónustudeild Abler þjónustar viðskiptavini og starfsmenn félaga í gegnum spjall (live chat) alla virka daga vikunnar. Aðgangur að regulegum námskeiðum og námsefni.

Svo er kerfið í stöðugri þróun og alltaf eitthvað nýtt að bætast við og hvetjum við ykkur til að fylgjast með fréttabréfum okkar til að fá fréttir af nýjustu uppfærslum og nýjungum. 


Hvað segja viðskiptavinir:
Hvernig fær Abler Shop endurgjald fyrir sýna þjónustu?

í gegnum áskriftartekjur og hlutdeild í færslugjöldum. Mánaðargjöld eru lág og færslugjöld eru einföld leið til að tengja endurgjald við stærð og umfang þeirrar þjónustu sem verið er að veita. Markmiðið er að sem flestir geti nýtt sér Sportabler, hvort sem félagið er stórt eða lítið. 

 

Verðskrá áskriftagjalda:

Grunngjald Abler Shop er í dag 11.900kr + vsk á mánuði á félag, bundið við vísitölu Neysluverðs og er það sama grunngjald og var á forvera okkar Nóra. Í einhverjum tilfellum er verðið annað, t.d. í stórum heildarsamningum margra félaga eða ef um er að ræða örfélag með afar litla starfsemi.

 

Verðskrá færslugjalda:

Abler Shop (Æfingagjöld): Kort: 290 kr + 1%, Greiðsluseðill 390 kr seðilgjald (greitt af greiðanda), frístundastyrkur 0 kr, Annað 0 kr (millifærslur, afslættir, reiðufé)

Abler Pay (Mótagjöld og slíkt)Kort: 99 kr + 1%, Annað (millifærslur, afslættir, reiðufé) 0 kr. 

 

ATH: Þessi færslugjöld renna ekki öll til Abler heldur fara til 3.aðila sem tengjast Abler og þjónusta rafræna greiðslumiðlun, þ.m.t. bankastofnanir, færsluhirðar og Visa/Mastercard. Abler fær svo hlutdeild í færslugjöldum frá þessum aðilum. 


Dæmi um útreikningar fyrir félög (Vísað er í töflu hér að neðan)

Áætla má að meðal fjölgreinafélag á Íslandi með 1.500 iðkendur greiði 0,9% af veltu í heildarkostnað við kerfið og tengingar við greiðslumiðlarar. Ath. að notast er við forsendur sem eru byggðar á meðaltals greiðsluhegðun úr Sportabler (sjá nánar hér), forsendur eru misjafnar eftir félögum og starfsemi þeirra. Fjöldi greiðsludreifinga hefur mest áhrif á kortafærslugjöld og hafa félög stjórn á því hvað þau leyfa margar greiðsludreifingar. 

 

Fyrir stórt félag með 1.500 iðkendur er heildarkostnaður við Abler Shop og 3.aðila tengda greiðsluþjónutu áætlaður 2.034.418 kr með vsk eða 169þús á mánuði, eða sem samsvarar 1.356kr per iðkenda/æfingagjald óháð því hvaða greiðsluleið er valin (Kort, Greiðsluseðlar, Frístundastyrkur eða annað). Sjá nánar í töflu hér að neðan. 

 

2.034.418 kr skiptist í 177. 072 kr í áskriftargjöld (11.900 x 12 x 1,24virðisaukaskattur) og 1.857.346 kr í færslugjöld (1.238 kr x 1.500). Meðalfærslugjöld 1.238 kr skiptast á milli Abler og 3.aðila eins og greint var frá hér að ofan. Það 

 

Hvað þarf ég að hækka æfingagjöldin mikið til að gera ráð fyrir öllum kostnaði við Abler Shop og greiðslugjöldum.

M.v. meðaltals forsendur þyrfti meðal æfingagjald úr 150.000 kr í 151.356 kr. Til að greiða fyrir allt kerfið (Áskriftargjöld + öll greiðslugjöld). 

 

Ef félagið er að skipta úr Nóra eða öðru kerfi þá má áætla minni hækkun, eða 0.35%

Sé félagið að skipta úr Nóra í Sportabler er breytingin minni þar sem þegar er búið að taka tillit til greiðslugjalda 3.aðila og er áætluð breytingin því aðeins 521 kr, m.ö.o. það þyrfti því að hækka æfingagjöldin úr 150.000 í 150.521kr. eða um 0.35%


Hér er hægt að lesa meira um samanburðinn á milli Nóra og Abler Shop, ásamt forsendum sem notaðar eru fyrir útreikninga í dæmunum hér að ofan. 


 

Hvað er „break even“ punktur fyrir félagið við að greiða fyrir Abler Shop og innheimta æfingagjöld. 

 

Félög frá 500 – 1.500 iðkendum þurfa sem samsvarar 5,3-13,6 æfingagjöld, eða 1,1-0,9% af veltu til að eiga fyrir öllum kostnaði áskritargjalda og áætluðum greiðslugjalda kostnaði 3.aðila óháð greiðslumáta. 

 

M.ö.o félag með 1.500 iðkendur þarf að innheimt 13,6 æfingagjöld til að ná upp í kostnað. Það er ekki nema 0,9% eða 13,6/1.500. 13.6 x 150.000 kr = 2.034.418 kr. Öll frekari virðsaukning rennur til félagsins (aukin sala/innheimta, tímasparnaður, betra starfsumhverfi osfrv.). Vísað er í neðangreinda töflu fyrir útreikninga. 

 

Ef þú ert að skipta úr Nóra þá ertu þegar að rukka fyrir færslugjöld og því breytingin minni

Sé félagið að skipta úr Nóra yfir í Sportabler er „break even“ 4,2 æfingagjöld eða 0,28%. 521 kr x 1500 = 781.500, 4.2/1.500 = 0,28%. 


Úr Nóra yfir í Sportabler > Hér má sjá sérstaka samantekt fyrir félög sem eru að skipta úr Nóra yfir í Sportabler

  

Sjá útreikninga fyrir mismunandi stór félög í töflu hér að neðan:
Að okkar mati er kerfið og þjónustan í kringum Abler mjög virðisaukandi og erum við stolt að því að fá að þjónusta hreyfinguna og fólkið í landinu í þeirra samfélagslega mikilvæga starfi.

 

Markmið okkar er að sameina hagsmuni ólíkra viðskiptavinahópa og finna fyrirkomulag sem er hagfellt og gengur fyrir alla aðila til lengri tíma litið. Ef þú kæri viðskiptavinur ert með betri tillögur eða ábendingar um það sem við getum gert betur til að þjónusta þig þá viljum gjarnan heyra frá þér. Best er að senda okkur tölvupóst á sportabler@sportabler.com eða hafa beint samband við þinn þjónustufulltrúa hjá okkur.