Byrjað er á því að raða flokknum upp í lið á undirhópasíðunni og mjög mikilvægt er að passa að stuttnefni hóps sé rétt því kerfið parar saman leiki við undirhópa.
Flestir þjálfarar eru búnir að þessu en þá þarf bara að passa að stuttnefni hópsins sé rétt og það séu ekki aðrir hópar sem eru með sama stuttnefni.
Dæmi: Liverpool lið 1 á Norðurálsmótinu ætti að vera með stuttnefnið "1". Liverpool 2, "2" o. sfrv.
Sækja þarf CSV leikjaskrá á vef Norðurálsmóts
Stofna marga leiki -> Hlaða inn leikjum (Choose file)
Samstundis fyllir kerfið formið með öllum upplýsingum um leikina eins og þjálfarar þekkja. Ef stuttnefni hvers liðs var rétt stillt upp fyllist það rétt út, en ef ekki, þá þarf þjálfari að raða sínum undirhópum á leikina.
Passa að stilla tímalengd leikja rétt með því að setja 12 mínútur í efstu línu og þá fyllir kerfið út alla leiki með sama tíma.
Með því að notfæra sér þessa virkni tekur það örskamma stund að setja leikjadagskrá mótsins inn í Sportabler og með leikina inni á dagskránni er hægt að hámarka nýtinguna á kerfinu fyrir alla aðila, iðkendur og foreldrar fá rétta dagskrá og aðalþjálfari getur skipulagt þjálfarateymi flokksins á mótinu svo þjálfarar séu líka með skipulagið upp á tíu.
Góða skemmtun á Akranesi.