Ef það þarf að stofna nýjan reikning á einstakling í sömu þjónustunni þá er hægt að fara þessa leið.


Fyrst þarf þá að fella niður færslurnar sem eru eftir og þá er hægt að stofna færslu með upphæðinni sem er eftir og flokka hana sem ,,niðurfelling''. Þá er reikningurinn merktur greiddur.






Eftir það þá er farið í þjónustuna sem við komandi er skráður í og smellt á ,,fjarlægja áskrift'' hægra megin í þjónustunni.




Þá opnast svona gluggi og mikilvægt er að hafa ekki hakað í ,,fjarlægja iðkanda úr flokk'' og ,,sýsla með reikning''.




Eftir þetta þá þarf að draga viðkomandi aftur í réttu þjónustuna eins og í forskráningu (Forskrá iðkanda leiðbeiningar). Þá á að stofna reikning með upphæðinni sem viðkomandi á eftir að borga, þá fer reikningurinn í ógreitt hjá honum og getur þá nýtt frístundastyrkinn og dreift greiðslunum.