Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig á að tengja frístundastyrk við áskriftarþjónustu (hentar öllum líkamsræktarstöðvum).


Til þess að tengja frístundastyrk við áskriftaþjónustu þá þarf að fara í þjónustuyfirlitið, ýta á ,,stofna'' og svo stofna áskriftaþjónustu.
Þegar búið er að smella á stofna áskriftaþjónustu þá þarf að fylla út gluggan sem birtist. Þegar það er verið að stofna val þá þarf að hafa hakað í ,,eitt val'' til þess að það sé hægt að tengja frístundastyrkinn við þjónustuna.
Þegar smellt er á stofna val þá opnast svona gluggi: Til þess að tengja frístundastyrkinn þá er smellt á ,,Frístundastyrkur'' og hakað í ,,Tengja Frístundastyrk''.
Mikilvægt: Þegar búið er að stofna þjónustuna og tengja við frístundastyrkskerfi er ekki hægt að breyta nafni, íþróttagrein eða flokki. Það lokast einnig fyrir breytingar á nafni á valmöguleikum þjónustu, áskriftartímabili, skráningartímabili og verði.