Til að taka út bókhald í Sportabler þarftu að fá sérstakan bókhaldsaðgang. Ef þínu félagi vantar aðgang að bókhaldskerfinu þá er best að senda tölvupóst á sportabler@sportabler.com og óska eftir aðgangi.


ATH. Neðst er skýring á bókhaldslyklum


1. Til að taka út bókhaldsskrá þá er farið í greiðslur vinstra meginn og í kjölfarið valið bókhald. Því næst velur þú tímabilið sem á að taka út og velur stofna bunka.
2. Þegar þú smellir á stofna bunka þá opnast gluggi þar sem þú velur þær deildir sem þú vilt taka út. Svo velur þú til dagsetning og fyllir það út og ýtir á stofna.


ATH. Fleiri en einn bunki yfir sama tímabil

Einungis er hægt að stofna 1x bunka yfir ákveðið tímabil dagsetninga, ef þið viljið búa til nýjan búnka þá þarf að eyða fyrri búnka sem er á því tímabili. T.d ef búið er að stofna búnka frá 01.08.21 - 31.12.21 (köllum það bunka 1) þá er ekki hægt að stofna annan bunka frá 01.12.21 - 31.12.21 (köllum það bunka 2). Til þess að stofna búnka 2 þarf fyrst að eyða út búnka 1. 

Til að eyða búnka þá farið þið aftast í línuna undir Aðgerðir og punktana 3. 
3. Þegar það er búið að stofna bunka birtast hann sem lína undir bókhaldinu. Hægt er að taka bunkann út í excel skjali eða navision skrá. Það er einnig hægt að skoða samantekt ásamt því að staðfesta bunkann.
Bókhaldslyklar


BANK_ACCOUNT

Debit:

 1. Uppgjör frá greiðsluveitum (Kort, Greiðsluseðlar, Frístundastyrkir)

 2. Beinar millifærslur frá viðskiptavinum.

 3. Vextir vegna greiðsluseðla sem eru komnir framyfir eindaga.

Credit:

 1. Þegar greitt og uppgert, en síðan endurgreitt.

 2. Endurgreiddar beinar millifærslur.

 3. Uppgjör vegna færslugjalda.

Default Account Id:

 • 7000

 

EXPENSES_DISCOUNT

Debit: Upphæð afslátta. Bæði afsláttamiðar og afslættir gefnir af admin / stjórnanda.

Credit: Upphæð niðurfeldra afslátta.

Default Account Id:

 • 2015 fyrir þjónustur (æfingagjöld, sumarnámskeið, etc)

 • 6010 fyrir greiðsluviðburði (mótagreiðslur, pizzakvöld, etc)

 

EXPENSES_MERCHANT_OPERATIONAL

Debit: Uppgjör færslugjalda frá færsluhirði. Niðurfellingargjöld fyrir greiðsluseðla.

Credit: Endurgreiðslur uppgerðra færslugjalda frá færsluhirðum.

Default Account Id:

 • 7510 fyrir niðurfellda greiðsluseðla.

 • 7470 færslugjöld fyrir kortagreiðslur

 

INCOME

Debit: Niðurfelldir útgefnir reikningar.

Credit: Útgefnir reikningar

 • Þjónustur (æfingagjöld, sumarnámskeið, etc): Heildarfjárhæð útgefinna reikninga. 

 • Greiðsluviðburðir (mótagreiðslur, pizzakvöld, etc): Heildarfjárhæð greiddra reikninga.

Default Account Id:

 • 2010 fyrir þjónustur

 • 2010-e fyrir greiðsluviðburði

 

INCOME_GM_INTEREST

Debit: á ekki við (á ekki að gerast)

Credit: Uppgjör vaxta vegna greiðsluseðla sem komnir eru framyfir eindaga.

Default Account Id:

 • 7520

 

RECEIVABLE_CUSTOMER

Debit:

 1. Fjárhæð útgefinna reikninga til viðskiptavina fyrir þjónustur (æfingagjöld, sumarnámskeið, etc).

 2. Fjárhæð endurgreiddra / niðurfelldra greiðslna fyrir þjónustur (æfingagjöld, sumarnámskeið, etc).

Credit: Fjárhæð hverskonar greiðslna frá viðskiptavinum fyrir þjónustur (æfingagjöld, sumarnámskeið, etc):

 1. Kortagreiðslur

 2. Greiðsluseðlar

 3. Afslættir

 4. Frístundastyrkir

 5. O.fl.

Default Account Id:

 • 3020

 

RECEIVABLE_MERCHANT

Debit:

 1. Fjárhæð greiðslna frá viðskiptavinum í gegnum greiðslugátt (greiðsluseðlar, kort, frístundastyrkur).

 2. Fjárhæð uppgerðra endurgreiðslna af þegar uppgerðum greiðslum (að meðtöldum endurgreiðslum að hluta).

Credit:

 1. Fjárhæð uppgerðra greiðslna.

Default Account Id:

 • 7510 Greiðslumiðlun (seðlar)

 • 7460 Korta (kort)

 • 7470 Rapyd (kort)

 • 749* Frístundastyrkir (HVATI, WISE, AKUREYRI)