Nú er hægt að stöðva áskrift á einfaldan hátt með 3 mismunandi leiðum.


1. Til að stöðva áskrift er smellt á þjónustyfirlitið í vinstri stikunni svo á nafn þjónustu. Næst er iðkandinn fundinn í dálknum hægra meginn og smellt er á þrjá punktana við hliðina á nafninu og valið stöðva áskrift.
Næst koma upp 3 valmöguleikar:


Valkostur 1 :  Stöðva núna


Þetta þýðir að áskrift verður stöðvuð strax og ekki endurnýjuð. Því næst er smellt á staðfesta.
Valkostur 2: Stöðva næstu endurnýjun


Þetta þýðir að áskrift verður ennþá virk en ekki endurnýjuð og í þessu dæmi er áskriftin þá virk til 30.12.2023 en verður ekki endurnýjuð.
Valkostur 3: Stöðva með uppsagnarfresti


Þetta þýðir að þið eruð að stöðva áskrift með uppsagnarfresti. Í þessu dæmi er valinn 2 mánaða uppsagnarfrestur sem þýðir að áskrifandi þarf að greiða og er virkur næstu 2 mánuðina en eftir það dettur viðkomandi úr áskrift og verður ekki rukkaður.