Á Sportabler vefnum er hægt að sjá sögu iðkenda, þar er hægt að sjá fjölda iðkenda innan félagsins eftir mánuðum og árum. Það er einnig hægt að hlaða þessum upplýsingum niður í Excel skjal með því að ýta á ,,Aðgerðir'' sem er uppi í hægra horninu.
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar og myndir sem sýna hvernig hægt er að skoða þessar upplýsingar.
Skref 1: Smellt er á Saga iðkenda alveg neðst í vinstri stikunni.
Skref 2: Hægt er að velja ár eða tímabil en svo er einnig hægt að sía eftir deildum, eins og í dæminu hér fyrir neðan. Þegar búið er merkja við það sem á við þá þarf að ýta á leita sem er annað hvort ofarlega í miðjunni eða neðst í síunni.
Skref 3: Ef ýtt er á deildina sjálfa (t.d. fótbolti) er hægt að sjá ítarlegri tölur eftir flokkum/hópum en ekki aðeins heildartöluna. Ef valið var tímabil í mánuðum þá er hægt að ýta á samantekt eftir mánuðum eins og sést í skrefi 4.
Í dæminu hér fyrir neðan er hægt að sjá fjölda þeirra sem hafa æft fótbolta hjá Sportabler árið 2020 en tölurnar birtast hægra megin og í dæminu er fjöldinn 39.
Skref 4: Hér á þessari mynd er hægt að sjá aðeins ítarlegri tölur sem sýna fjölda iðkenda eftir mánuðum þar sem merkt var við samantekt eftir mánuðum.
Ef það er græn ör upp þá þýðir að það sé aukning í deildinni/flokknum en ef það er rauð ör niður þá er fjöldi iðkenda að fækka. Ef það er t.d græn ör upp með töluna 4 þá bættust við fjórir í flokkinn.