Þegar verið er að stofna þjónustu (námskeið) þá er hægt að velja þann möguleika að hafa hana gjaldlausa en þá þarf að skrifa 0 kr í verð reitinn. Hér fyrir neðan eru myndir og leiðbeiningar sem sýna hvernig á að gera það.


Skref 1: Til þess að stofna þjónustu þarf að smella á þjónustuyfirlit sem er vinstra megin og síðan stofna þjónustu sem er hægra megin á skjánum.
Skref 2: Smellt er á Valmöguleikar og svo Stofna val
Skref 3: Þegar svona form opnast þá er skrifað 0 kr í verð reitinn sem er neðarlega í forminu