Hér er grein um það hvernig stofna eða breyta eigi svæðum. 


Sjá myndband: 



Sjá myndband hvernig hægt er að nýta svæðisdagatalið:




Skrefin:


1. Til að stofna svæði er farið í stjórnendaviðmótið (Admin) - þetta er ekki sýnilegt í þjálfaraviðmótinu (Web). 


2. Fara Þar NEÐST í listanum er flipi sem heitir Svæði




3. Velja stofna svæði, (ef verið að breyta núverandi þá valið Breyta). 

Hér birtist einnig listi yfir núverandi svæði ef þið eruð með svæði í notkun (hafið stofnað áður).

 



4. Fyllið út reitina


KSÍ völlur - þetta á aðeins við um KSÍ velli tengda mótakerfinu (þið ættuð að finna ykkar völl þarna í listanum eigi það við). 

Nafn: Hvernig þetta birtist í kerfinu

Stuttnefni: Hvernig þetta birtist í svæðadagatalinu (gott að hafa sem fæsta stafi ef þið eruð með mörg svæði)


Takmarkað: Hakið við þetta, þá geta einungis þeir með admin réttindi bókað svæðið (t.d. veislusalir). Hinsvegar sjá allir að veislusalurinn sé bókaður.

Hámarksfjöldi: Getið áætlað hvað svæðið taki marga iðkendur, þetta er hugsað fyrir nýtingahlutfall og skýrslugerð

Tegund: Þá veljið þið hvað á við

Staðsetning: Goolge Maps staðsetning, þá þurfa þjálfarar heldur ekki að leita að því


Velja Stofna!


Stórir vellir / salir sem er skipt í svæði

Ef þið eruð með stóran sal sem stundum er skipt í svæði og notaður af mismunandi flokkum/deildum í einu þá er gott að búa til sér svæði fyrir hvern hluta. T.d. Stóri 1, Stóri 2, Stóri 3. Ef síðan t.d. mfl. er að nota öll svæðin í einu þá er hægt að velja öll svæðin í æfingatöflunni og er þá ljóst öllum að öll svæðin í stóra sal eru bókuð.




Hvernig virkar svæðisdagatalið fyrir þjálfara

Þessa grein er svo hægt að senda á þjálfarana, en hún sýnir þeim hvernig þeir eigi að nota svæðadagatalið