Nú er hægt að breyta upphæð eða setja afslátt á einstaka aðila í gegnum Abler Pay!

 

Þetta getur t.d átt við þá iðkendur sem fá sér verð eða afslátt á mót og hina ýmsu viðburði.

 

Þessa aðgerð er hægt að framkvæma eftir að greiðsluviðburður hefur verið stofnaður.

 

Skref 1: Smellið á greiðsluviðburðinn
Skref 2: Næst er að smella á greiðslur (payments) og finna þann aðila sem þið viljið breyta upphæð eða setja afslátt og smelli á hringinn við hliðina á iðkandanum og veljið breyta (edit) og breyta upphæð (edit invoice items).
ATH. ekki er hægt að breyta upphæð eða setja afslátt eftir að iðkandinn hefur greitt.Skref 3: Í kjölfarið fáið þið upp þessa myndAthugasemd (comment): Hér er sett inn athugasemd t.d missir af degi eitt en borgar fyrir seinni daginn.


Afsláttur (discount): Hérna er afsláttarprósentan sett inn fær t.d 50% afslátt.


Breyta einingaverði (unit price): Hérna er verðinu breytt.


Betra er að velja annaðmhvort að gefa afslátt eða breyta einingaverði. Ekki er þörf á að gera bæði.