Stofna undirhóp:
Í appi:
1. Flokkurinn er valinn.
2. Smellt er á undirhópar, þrjá punktana uppi í hægra horninu og svo Bæta við undirflokki.
3. Skrifað er nafn á hópnum og valið þá sem eiga að vera í hópnum.
Í tölvu:
1. Velja stofna hóp (Undir Hópar - flipanum).
2. Valið er nafn og stuttnefni á hópinn og svo þá sem eiga vera í hópnum, iðkendur og þjálfara.
Ef þú þarft að færa iðkanda í hópinn eftir á þá er hægt að draga leikmann úr hóp A og í hóp B en getur einnig dregið til og frá leikmannadálknum á síðunni vinstra megin.
Mikilvægt er að láta ALLIR hópinn í friði þ.e ekki færa leikmenn úr þeim hóp því það er mikilvægt að hafa einn hóp með öllum meðlimum flokksins í.
Breyta undirhóp:
Í appi:
1. Smellt er á undirhópar og svo er hægt að draga hópinn til hliðar, smella síðan á aðgerðir. Það er einnig hægt að smella á hópinn og svo þrjá punktana uppi í hægra horninu þar.
2. Síðan er smellt á Breyta hóp.
Í tölvu:
1. Smellt er á Hópar.
2. Síðan er smellt á þrjá punktana við hliðina á hópnum og valið breyta hóp.