Bjóða forráðamanni


Ef iðkandi er skráður í félagið þitt þá getur þú boðið forráðamanni að tengjast iðkanda.


1. Smellt er á leitarbarinn efst í Sportabler og kennitala eða nafn iðkanda stimplað inn og ýtt á enter.


2. Næsta skref er að smella á þrjá punktana við hliðin á iðkandanum og þar bjóða forráðamanni. Næst þarf að fylla út netfang forráðamanns og velja stofna.
Iðkandi hættur en fær áfram skilaboð 


Ef iðkandi er hættur og fær áfram skilaboð í gegnum spjallið á Sportabler þrátt fyrir að þið séuð búin að fjarlægja hann úr flokknum, þá eru eftirfarandi leiðir í boði. 
ATH hér að neðan eru útskýringar hvernig þetta er gert en þetta geta þjálfarar gert ásamt því að foreldrar/iðkendur geta gert þetta sjálfir líka sín megin.


Fjarlægja iðkanda úr spjalli í appinu (Foreldar/iðkendur gera þetta svona sjálfir)Fjarlægja iðkanda úr spjalli í tölvu (Þjálfarar geta gert þetta)