Þú getur greitt reikninga fyrir æfingagjöld, námskeið og viðburði í Abler, annað hvort í appinu eða í tölvu í gegnum vafra. 


ATH. Ef þú sérð reikning sem þú kannst ekki við, vinsamlegast hafðu samband beint við félagið til að fá nánari upplýsingar.


Í Abler appinu:

  1. Skráðu þig inn í Abler appið og farðu í prófílinn þinn (neðst í hægra horninu).
  2. Veldu Reikningar til að sjá yfirlit yfir ógreidda reikninga. 
  3. Finndu reikninginn sem þú vilt greiða og veldu hann.
  4. Veldu greiðslumáta sem hentar þér best (t.d. kortagreiðslu).
  5. Ef þú vilt nota frístundastyrk:
    • Auðkenndu þig á island.is með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
    • Veldu upphæðina sem þú vilt nota af frístundastyrknum. Athugaðu að hún má ekki vera hærri en æfingagjölfin sjálf.
    • Veldu síðan greiðslumáta fyrir eftirstöðvarnar, ef einhverjar eru.  
Með því að velja körfuna getur þú séð heildarupphæð reikningsins og afslættir koma þar einnig fram.

Í vafra: 

  1. Farðu www.abler.io/shop/  og skráðu þig inn.
  2. Veldu Þú átt ógreidda reikninga efst í hægra horninu.
  3. Finndu reikninginn sem þú vilt greiða og veldu Greiða.
  4. Fylgdu leiðbeiningunum til að ljúka greiðslunni.
ATH. Ef þú ætlar að nota frístundastyrk, verður þú að auðkenna þig með íslenskri kennitölu á island.is með rafrænum skilríkjum eða íslykli.


Til að ráðstafa frístundastyrk:

  1. Sláðu inn upphæðina sem þú vilt nota af frístundastyrknum. Athugaðu að upphæðin má ekki vera hærri en reikningsupphæðin sjálf. Veldu Staðfesta.
  2.  Veldu greiðslumáta fyrir eftirstöðvarnar, ef einhverjar eru.

Aðstoð

Ef þig vantar aðstoð eða ert með einhverjar spurningar, bendum við á þjónustuver Abler [email protected].


TENGDAR GREINAR


Leitarorð: greiðslur, frístundastyrkur, ógreiddur reikningur