Abler Pay


Hægt er að taka við greiðslum í gegnum Sportabler, eins og skráningar í mót, skemmtikvöld, rútuferðir og fleira. 


Hægt er að skilyrða greiðslu við skráningu, nota sjálfvirkar áminningar og gera greiðsluumsýslu skilvirkari fyrir alla sem koma að starfinu.
 

Yfirsýn: Þjálfarar, ráð og stjórnendur hafa skýra yfirsýn yfir skilvirkni greiðslna. Í fyrstu útgáfu er hægt að greiða með debet- og kreditkorti. Einnig er hægt að skrá greiðslur sem inntar eru af hendi með reiðufé eða inneign (t.d. úr fjáröflun), svo slíkum tilvikum sé skilmerkilega haldið til haga. 
Nánari útskýring í myndbandinu fyrir neðan.Félag getur haft fleiri en einn ráðstöfunarreikning: Hægt er að beina greiðslum á mismunandi reikninga hjá félagi, t.d. Barna- og unglingaráð, Söfnunarreikningur 5.fl.kv í handbolta, Aðalreikningur, o.s.frv. 

Stjórnendur stýra því hvaða ráðstöfunarreikningar eru í boði fyrir hvern þjálfara/umsjónarmann. Tökum dæmi; þjálfari hjá 5.fl.kv. í knattspyrnu getur stofnað greiðslubeiðni á "Fótbolti 5.fl.kv." en hann hefur ekki möguleika á að stofna greiðslubeiðni inn á "Hópfimleikar 4.fl.kvk".

Verð fyrir Abler Pay þjónustu: Verð fyrir þessa þjónustu er innifalið í færslugjöldum. Færslugjöld eru samningsatriði á milli aðila. Hægt er að velta þessum gjöldum yfir á greiðendur ekki ólíkt því sem þekkist með greiðsluseðla í heimabankanum. 

Sjá skjáskot þar sem heildarupphæð inniheldur færslugjöld. Það er ekkert uppsetningargjald eða mánaðargjald.
   

Hvernig tengi ég Abler Pay: Sendu tölvupóst á netfangið pay@sportabler.com til þess að tengja Abler Pay við þitt félag. Það er misjafnt eftir félögum hvernig þessu er háttað, en gert er ráð fyrir að félög, deildir, ráð, og/eða gjaldkerar einstakra flokka geti gengið frá tengingu hafi þeir réttindi til þess.


Uppgjörstími 2 virkir dagar: Kortafærslur sem sendar eru inn fyrir kl. 20:30 virka daga eru greiddar út annan virka dag þar á eftir. Yfirlitið í Sportabler er í rauntíma, en daginn eftir að kreditkortafærslur eru sendar inn, er staðfesting á sendingu send frá Korta með tölvupósti til félags.


Uppgjör fer fram á íslenskum bankadögum, virkum dögum og ekki um helgar né frídögum. 

Fyrirkomulag á sendingu uppgjörsyfirlita og daglegs uppgjörs á færslum er eftirfarandi:
sjá nánar, um uppgjör  og  skilmála Korta.