Rétt fyrir páskahelgina fór ný útgáfa í loftið með mjög miklum viðbótum og stórbættri virkni á flokka/hópasíðunni í appinu sem við gerum ráð fyrir að muni hjálpa öllum þjálfurum og stjórnendum hópa að halda enn betur utan um sína hópa.


Það er komið alveg nýtt útlit á forsíðu flokksins og þar geta allir með þjálfararéttindi í flokknum sett inn lýsandi mynd fyrir flokkinn sinn.


Á meðlimasíðunni er núna hægt að nota svokallað "long-press" eða með öðrum orðum smella á meðlim og halda inni. Þá fæst upp valmöguleiki til að velja meðlimi, annað hvort til að fjarlægja úr flokknum eða búa til skilaboð. 

Þennan möguleika væri t.d. sniðugt að nota til að búa til hópskilaboð innan flokksins sem á eingöngu að fara á valda aðila.
Á undirhópasíðunni er síðan núna mögulegt að "swipe"/draga frá hægri til vinstri á undirhópnum til að fá upp valmynd til að senda hópnum skilaboð, breyta honum eða eyða. Uppi í hægra horninu er líka + takki sem er notaður til að búa til nýjan undirhóp.