Við höfum bætt við eldsnöggri leið til að hlaða inn leikjum úr Torneopal mótakerfinu sem sífellt fleiri mótshaldarar hér á landi eru farnir að notast við.


Þegar búið er að gefa út leikjaniðurröðun á Torneopal síðu móts er hægt að velja sitt félag og smella á CSV. Þá býr kerfið til skrá sem inniheldur alla leiki félagsins.


Skránni er síðan hlaðið inn í Sportabler á “Stofna marga leiki” forminu. 

Samstundis fyllir kerfið formið með öllum upplýsingum um leikina eins og þjálfarar þekkja.


Þjálfari þarf síðan að setja réttan undirhóp á réttan leik, t.d. Abler1 á alla leiki hjá Abler 1 liðinu - nú eða hann getur beðið með það og sett hópana á leiki síðar meir í gegnum viðburðasíðuna.

Með því að notfæra sér þessa virkni tekur það enga stund að setja hundruði leikja inn í Sportabler og með leikina inni á dagskránni er hægt að hámarka nýtinguna á kerfinu, t.d. með því að skipuleggja þjálfarateymi flokksins og raða þeim á leikina.


Þið finnið CSV skránna á vef Torneopal.