Sportabler hefur fjölmörg tól sem koma sér vel!
Fyrst ber að geta þess að öll hópaskipting er gríðarlega einföld og getur hver og einn þjálfari innan félags skipt sínum flokki niður í eins marga undirhópa og hentar.
Svæðisdagatal
Með svæðisdagatalinu er auðvelt að fylgjast með því hvar á félagssvæðinu hver hópur æfir. Ef til smits kemur, er auðvelt að rekja hverjir voru saman hvenær og hvar.
Við mælum með því að svæðisdagatalinu sé deilt í smáar einingar. T.d. skipta hverjum fótboltavelli í 2 svæði eftir helmingum - við gerum það eftir ykkar óskum í þjónustuverinu.
Smelltu hér til að sjá myndband um svæðisdagatalið!
Góð samskipti og öflug upplýsingagjöf milli aðstandenda/iðkenda og þjálfara er lykilatriði svo allt gangi smurt fyrir sig þegar starfið er að fara af stað aftur.
Spjallmöguleikarnir eru fjölmargir og er ýmislegt hægt.
Nýverið kom sú viðbót að notendur geta svarað þjálfaranum á viðburðinum (e. respond with details). Þjálfarinn getur svo svarað iðkandanum kjósi hann það og stofnað til einkaskilaboða (Sjá mynd)
Þegar send eru skilaboð á hóp geta þjálfarar séð hverjir hafa lesið skilaboðin, búið til spjallhópa eftir þeirra eigin höfði, sett myndir og myndbönd í viðhengi auk þess sem stjórnendur geta sent skilaboð á alla iðkendur félagsins.
Hægt er að skíra hópskilaboðin eftir nafni hópsins, t.d. 4.fl. Allir eða 3.fl eldri, til þess að aðgreina hópsamtölin.
Svo minnum við á tengingu Sportabler við KSÍ, þannig geta þjálfarar stillt inn leikjadagskrá sumarsins, um leið og hún verður birt hjá KSÍ.