Til að hægt sé að bæta starfsmanni við Sportabler þarf að vera búið að stofna svið og flokk. Sjá leiðbeiningar hvernig það er gert hér: Stofna svið og Stofna flokk


Stofna nýjan starfsmann


1. Fyrsta skrefið er að smella á þjálfarar í vinstri stikunni 
2. Síðan er smellt á stofna þjálfara efst í hægra horninu. Muna að það nægir að bæta starfsmanni við með netfangi. 


Ef starfsmaður er með Sportabler aðgang þá finnur kerfið viðkomandi og þið bætið honum við viðeigandi flokk.

Ef þjálfarinn er ekki með aðgang þá er valinn viðeigandi flokkur, næst stimplið þið netfangið inn og smellið á bæta við þjálfara.
Næst er nafnið fyllt út, símanúmer er valfrjálst og svo er staða valin.
Head Coach: Aðalþjálfari
Þjálfari: Aðstoðarþjálfari
Assistant: Umsjónarmaður

Í kjölfarið er smellt á stofna þjálfara og viðkomandi aðili fær tölvupóst um að stofna aðgang og getur skráð sig inn og byrjað að nota Sportabler fyrir sinn flokk.
Þegar búið er að stofna starfsmann í kerfinu getið þið bætt auknum réttindum við starfsmanninn. Sjá: Bæta stjórnenda&greiðsluréttindum við starfsfólk


Fjarlægja starfsmann


1. Til að fjarlægja starfsmann er smellt á þrjá punktana við hliðina á nafni viðkomandi og valið fjarlægja úr öllum flokkum. Með þessari aðgerð hverfur starfsmaðurinn úr öllum flokkum.