Hægt er að bæta við undirhóp á allar týpur viðburða í dagskránni eða taka hóp af viðburði.
Fjölmargir notendur hafa beðið um þennan sveigjanleika þegar það er t.d. búið að setja inn æfingaáætlun og það á að láta ákveðinn hóp mæta á ákveðna viðburði en ekki alla, dæmi á myndinni "Players from U12" þarna er hægt að bæta þeim undirhóp bara við tiltekna æfingu.
Það er sama virkni og þegar er unnið með uppröðun þjálfara á þessari síðu, "X" til að fjarlægja hóp og örin til að bæta við hóp.
Í hvert skipti þegar verið er að bæta hóp á viðburð þá spyr kerfið hvort senda eigi tilkynningu eða ekki á aðstandendur og/eða meðlimi.