Með því að taka út mætingaskýrslu getur þú fengið gott yfirlit yfir mætingu og aðra tölfræði hjá þínum flokk. Mundu að mæting er oft staðfest af meðlimum/forráðamönnum en þjálfarar geta alltaf breytt því eftir á.


ATH. Ef leikmaður er fjarlægður úr flokknum en hann hefur mætt á tímabilinu þá getur leikmaðurinn komið fram í mætingarskýrslunni þó hann sé ekki lengur í flokknum.


Hvernig virkar mæting í Abler

  1. Mætingarskráning leikmanns/forráðamanns:

    • Leikmenn/forráðamenn geta merkt mætingu með því að velja Mæti eða Mæti ekki.

    • Ef "Mæti ekki" er valið þá er hægt að velja ástæðu (valfrjálst):

      • Veikindi

      • Meiðsli

      • Frí

      • Annað

  2. Þjálfarar eiga lokaorðið:

    • Þjálfarar/stjórnendur stjórna endanlegri mætingu. Eftir að viðburður er hafinn eða er lokið getur þjálfari merkt mætingu sem mun svo standa.

    • Þjálfarar geta valið að leikmaður sé fjarverandi og valið sömu ástæður og eru nefndar hér að ofan. 

    • Þjálfari getur einnig merkt að leikmaður hafi mætt seint á æfingu með því að smella á rauða x takkann en þá telst leikmaður mættur en með stöðuna seint. Einnig er hægt að smella á þrjá punktana við rauða x takkann.



                                                                                                                                          

Taka út mætingarskýrslu

  1. Farðu í Meðlimir

    • Smelltu á örina við hliðina á Meðlimir.

    • Veldu Mætingarskýrsla úr fellilistanum.

  2. Þú getur valið ólíkar forsendur fyrir skýrsluna m.a:

    • Tegund viðburðar: Veldu tegund viðburðar sem þú vilt skoða (t.d. Leikur, viðburður eða Æfing).

    • Tímabil: Tilgreindu dagsetningu sem skýrslan á að ná yfir.

    • Hópur: Þú getur vaið einn eða fleiri undirhópa til að skoða.

    • Einstakir leikmenn: Skoðaðu mætingu fyrir einstaka meðlimi.

    • Fæðingarár: Síá leikmenn eftir árgangi.

  3. Sækja skýrslu:

    • Hægt er að taka skýrsluna út í Excel með því að ýta á þrjá punktana hægra megin á skjánum.

    • Ef forráðamaður/leikmaður/þjálfari hefur merkt Veikindi, Frí, Meiðsli eða Annað sem ástæðu, þá verður viðkomandi skáður sem Fjarverandi, en einnig með ástæðu.