Með því að taka út mætingaskýrslu getur þú fengið gott yfirlit yfir mætingu og aðra tölfræði hjá þínum flokk. Mundu að mæting er oft staðfest af meðlimum/forráðamönnum en þjálfarar geta alltaf breytt því eftir á.
ATH. Ef leikmaður er fjarlægður úr flokknum en hann hefur mætt á tímabilinu þá getur leikmaðurinn komið fram í mætingarskýrslunni þó hann sé ekki lengur í flokknum.
Hvernig virkar mæting í Abler
Mætingarskráning leikmanns/forráðamanns:
Leikmenn/forráðamenn geta merkt mætingu með því að velja Mæti eða Mæti ekki.
Ef "Mæti ekki" er valið þá er hægt að velja ástæðu (valfrjálst):
Veikindi
Meiðsli
Frí
Annað
Þjálfarar eiga lokaorðið:
Þjálfarar/stjórnendur stjórna endanlegri mætingu. Eftir að viðburður er hafinn eða er lokið getur þjálfari merkt mætingu sem mun svo standa.
Þjálfarar geta valið að leikmaður sé fjarverandi og valið sömu ástæður og eru nefndar hér að ofan.
Þjálfari getur einnig merkt að leikmaður hafi mætt seint á æfingu með því að smella á rauða x takkann en þá telst leikmaður mættur en með stöðuna seint. Einnig er hægt að smella á þrjá punktana við rauða x takkann.
Taka út mætingarskýrslu
Farðu í Meðlimir
Smelltu á örina við hliðina á Meðlimir.
Veldu Mætingarskýrsla úr fellilistanum.
Þú getur valið ólíkar forsendur fyrir skýrsluna m.a:
Tegund viðburðar: Veldu tegund viðburðar sem þú vilt skoða (t.d. Leikur, viðburður eða Æfing).
Tímabil: Tilgreindu dagsetningu sem skýrslan á að ná yfir.
Hópur: Þú getur vaið einn eða fleiri undirhópa til að skoða.
Einstakir leikmenn: Skoðaðu mætingu fyrir einstaka meðlimi.
Fæðingarár: Síá leikmenn eftir árgangi.
Sækja skýrslu:
Hægt er að taka skýrsluna út í Excel með því að ýta á þrjá punktana hægra megin á skjánum.
Ef forráðamaður/leikmaður/þjálfari hefur merkt Veikindi, Frí, Meiðsli eða Annað sem ástæðu, þá verður viðkomandi skáður sem Fjarverandi, en einnig með ástæðu.
Taka út mætingarskýrslu
Farðu í Meðlimir
Smelltu á örina við hliðina á Meðlimir.
Veldu Mætingarskýrsla úr fellilistanum.
Þú getur valið ólíkar forsendur fyrir skýrsluna m.a:
Tegund viðburðar: Veldu tegund viðburðar sem þú vilt skoða (t.d. Leikur, viðburður eða Æfing).
Tímabil: Tilgreindu dagsetningu sem skýrslan á að ná yfir.
Hópur: Þú getur vaið einn eða fleiri undirhópa til að skoða.
Einstakir leikmenn: Skoðaðu mætingu fyrir einstaka meðlimi.
Fæðingarár: Síá leikmenn eftir árgangi.
Sækja skýrslu:
Hægt er að taka skýrsluna út í Excel með því að ýta á þrjá punktana hægra megin á skjánum.
Ef forráðamaður/leikmaður/þjálfari hefur merkt Veikindi, Frí, Meiðsli eða Annað sem ástæðu, þá verður viðkomandi skáður sem Fjarverandi, en einnig með ástæðu.