Við kynnum nýjan eiginleika á viðburðasíðu flokks þar sem er hægt á eldsnöggan hátt að annað hvort setja þjálfara á viðburð/leik eða taka þjálfara af verkefni.


Þetta hefur verið hægt með því að fara inn í hvern og einn viðburð og í 'Sýsla með viðburð' en nú er þetta komið á viðburðasíðuna og afar fljótlegt í notkun.


Þegar viðburðir eru stofnaðir eru þjálfararnir í hópnum sem viðburðurinn tengist sjálfkrafa settir á viðburðinn. 


Með þessum eiginleika er mögulegt að bæta hvaða þjálfara sem er innan flokksins við viðburðinn þó hann sé ekki hluti af hópnum og einnig er hægt með einu handtaki að fjarlægja þjálfara af viðburði.